Vottað réttinga- og málningaverkstæði

GB Tjónaviðgerðir er réttinga- og málningarverkstæði vottað af Bílgreinasambandinu. Við tryggjum hámarks gæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað og efni. Við styðjumst við tækniupplýsingar framleiðanda um hvernig skuli staðið að viðgerð.

GB Tjónaviðgerðir var fyrst verkstæða til þess að fá viðurkenningu sem fimm stjörnu verkstæði Sjóvár. Stjörnugjöf Sjóvá á að auðvelda viðskiptavinum að velja verkstæði og fullvissa þá um hámarksgæði í viðgerðum og þjónustu.

Þriggja ára ábyrgð á viðgerðum

Öllum viðgerðum fylgir þriggja ára ábyrgð á réttingu, málningu og nýjum varahlutum. Ef upp koma vandamál sem má rekja til viðgerðar eða varahluta þá tökum við glaðlega á móti þér.

Frí þrif með viðgerðum

Að lokinni viðgerð sjáum við um að þrífa bílinn innan sem utan og sjáum til þess að hann sé í topp ástandi eftir viðveruna hjá okkur. Hægt er að kaupa auka þrif á bílinn t.d djúphreinsun ef þess er óskað.

HJÁ GB TJÓNAVIÐGERÐUM STARFA FAGAÐILAR Í HVERJU HORNI. BÍLLINN ÞINN ER ÞVÍ Í MJÖG ÖRUGGUM HÖNDUM.

VIÐ ÞJÓNUSTUM ALLAR GERÐIR BÍLA

Höfum áratuga reynslu í viðgerðum á helstu gerðum bíla. Hér eru nokkrar af þeim tegundum sem við vinnum með daglega.

GERUM VIÐ BÍLA FYRIR ÖLL TRYGGINGARFÉLÖG

Við höldum sterkum og góðum samböndum við öll helstu tryggingafélög landsins - en hér eru nokkur af þeim sem við vinnum mikið með.

4 EINFÖLD SKREF SEM TRYGGJA ÞÉR HRAÐA OG ÞÆGILEGA TJÓNAÚRLAUSN

Frí tjónaskoðun hjá GB Tjónaviðgerðum
1

Kíktu í fría tjónaskoðun hjá okkur

Það er einfalt og fljótlegt.

Að jafnaði tekur tjónaskoðunin ekki lengur en 10 mínútur. Tekin eru niður helstu atriði varðandi tjónið og teknar myndir.

Útfylltu tjónaskýrsluna með hjálp GB Tjónaviðgerða
2

Gott að vita áður en viðgerð hefst

Við sjáum um að koma tjónamatinu á réttan stað.

Eftir að tjónaskoðun hefur verið send tryggingarfélagi ber viðgerðaraðila að bíða eftir samþykki og getur þá fyrst hafið undirbúning að viðgerð.

Fáðu bílaleigubíl á meðan á viðgerð stendur
3

Þú gætir átt rétt á því að fá bílaleigubíl

Við útvegum bílaleigubíla.

Ef þú átt rétt á bílaleigubíl getum við séð til þess að bílaleigubíllinn sé til staðar þegar þú kemur með þinn bíl í viðgerð. Við könnum fyrir þig hvort þú átt rétt á bílaleigubíl.

Skrifstofa GB Tjónaviðgerða
4

Engar áhyggjur, við sjáum um rest

Fagleg þjónusta.

Með okkar aðstoð verður bíllinn þinn viðgerður fljótt og vel.

ÞRIF Á BÍLNUM FYLGIR FRÍTT MEÐ ÖLLUM VIÐGERÐUM

GB Tjónaviðgerðir
Dragháls 6-8
110 Reykjavík
S: 567 0690
F: 567 0691
E: tjon@tjon.is

Hafðu samband, sama hvað það er: